Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Fysio Flow - gegn verkjum, streitu og stífleika

January 15, 2020 Krabbameinsfélagið Season 1 Episode 4
Fysio Flow - gegn verkjum, streitu og stífleika
Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins
More Info
Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins
Fysio Flow - gegn verkjum, streitu og stífleika
Jan 15, 2020 Season 1 Episode 4
Krabbameinsfélagið

Sjúkraþjálfarinn Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir talar við Birnu Þórisdóttur um Fysio flow, eða hreyfiflæði, sem hentar meðal annars þeim sem glíma við verki, streitu og stífleika.Fysio flow er æfingakerfi þróað af sjúkraþjálfaranum Pernille Thomsen út frá vísindalegri þekkingu á taugalífeðlisfræði, öðrum hreyfiformum og reynslu sem sjúkraþjálfari. Í Fysio Flow heru bandvefir líkamans hreyfðir með rólegum teygjum og æfingum.Heiðbjört starfar hjá Bata sjúkraþjálfun og sinnir meðal annars fólki með sogæðabjúg, vefjagigt og í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins, auk þess að stjórna hópþjálfun í Fysio flow.Hún talar um áhrif álags á minni og að setja sér markmiðið sem eru ekki of há, maður þurfi til dæmis ekki að hlaupa maraþon. Heiðbjört bendir þó á að slökun sé afar mikilvæg:„Líkaminn þarf helst að fara í slökunarástand á hverjum degi og líka nokkrum sinnum yfir daginn, ekki bara klukkan hálfellefu á kvöldin þegar maður ætlar að fara í rúmið,“ segir Heiðbjört meðal annars í viðtalinu.Hún heldur hádegisfyrirlestur um Fysio flow hjá Krabbameinsfélaginu miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:00-12:50. Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á námskeið í kjölfarið.

Show Notes

Sjúkraþjálfarinn Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir talar við Birnu Þórisdóttur um Fysio flow, eða hreyfiflæði, sem hentar meðal annars þeim sem glíma við verki, streitu og stífleika.Fysio flow er æfingakerfi þróað af sjúkraþjálfaranum Pernille Thomsen út frá vísindalegri þekkingu á taugalífeðlisfræði, öðrum hreyfiformum og reynslu sem sjúkraþjálfari. Í Fysio Flow heru bandvefir líkamans hreyfðir með rólegum teygjum og æfingum.Heiðbjört starfar hjá Bata sjúkraþjálfun og sinnir meðal annars fólki með sogæðabjúg, vefjagigt og í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins, auk þess að stjórna hópþjálfun í Fysio flow.Hún talar um áhrif álags á minni og að setja sér markmiðið sem eru ekki of há, maður þurfi til dæmis ekki að hlaupa maraþon. Heiðbjört bendir þó á að slökun sé afar mikilvæg:„Líkaminn þarf helst að fara í slökunarástand á hverjum degi og líka nokkrum sinnum yfir daginn, ekki bara klukkan hálfellefu á kvöldin þegar maður ætlar að fara í rúmið,“ segir Heiðbjört meðal annars í viðtalinu.Hún heldur hádegisfyrirlestur um Fysio flow hjá Krabbameinsfélaginu miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:00-12:50. Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á námskeið í kjölfarið.