Með lífið í lúkunum

41. Tannheilsa. Elva Björk Sigurðardóttir

April 11, 2024 Season 1 Episode 41
41. Tannheilsa. Elva Björk Sigurðardóttir
Með lífið í lúkunum
More Info
Með lífið í lúkunum
41. Tannheilsa. Elva Björk Sigurðardóttir
Apr 11, 2024 Season 1 Episode 41

Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.

Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998 og segir mikið hafa breyst síðan hún byrjaði að starfa við tannlækningar.

Elva er dugleg að kynna sér nýjungar og halda sér ,,up to date" í þessum fræðum. Hún rekur tannlæknastofuna Tannbjörg og á Instagram síðu þeirra má finna ýmsan fróðleik um tannheilsu. 

Hún segir tannheilsu vera það að tennurnar, slímhúðin, munnvatnið, tannholdið og flóran almennt sé allt í góðu jafnvægi. Auk þess að við séum ekki með skemmdar, munnþurrk, slíðmhúðarsjúkdóma og fleira. 

Við þurfum að hugsa vel um tennurnar eins og skrokkinn okkar. Bursta tennur kvölds og morgna, nota flúoirtannkrem, nota tannþráð eða millitannaburta og fara reglulega í skoðun og hreinsa og grípa inn í ef þarf.


Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Show Notes

Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.

Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998 og segir mikið hafa breyst síðan hún byrjaði að starfa við tannlækningar.

Elva er dugleg að kynna sér nýjungar og halda sér ,,up to date" í þessum fræðum. Hún rekur tannlæknastofuna Tannbjörg og á Instagram síðu þeirra má finna ýmsan fróðleik um tannheilsu. 

Hún segir tannheilsu vera það að tennurnar, slímhúðin, munnvatnið, tannholdið og flóran almennt sé allt í góðu jafnvægi. Auk þess að við séum ekki með skemmdar, munnþurrk, slíðmhúðarsjúkdóma og fleira. 

Við þurfum að hugsa vel um tennurnar eins og skrokkinn okkar. Bursta tennur kvölds og morgna, nota flúoirtannkrem, nota tannþráð eða millitannaburta og fara reglulega í skoðun og hreinsa og grípa inn í ef þarf.


Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!