Með lífið í lúkunum
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Með lífið í lúkunum
68. Ástin er ekki takmörkuð. Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Árna Björn og Guðrúnu Ósk um lífið og tilveruna, um áföll eins og að eignast langveikt barn, höfuðhögg og heilsuleysi, áfallastreitu, triggera og traust.
Einnig ræðum við um mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, hvernig samskipti eru lykillinn að góðu sambandi, hvers vegna þau eru vegan, hvernig kynlíf getur orðið betra með árunum, nekt, opin sambönd og fleira.
Guðrún og Árni segjast lífa eftir þeirri lífsspeki að það eigi ekki vera neinn filter og vonast til að það hafi jákvæð áhrif á einhver. Þau fara sínar eigin leiðir og finnst normið ótrúlega leiðinlegt.
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is. Sæktu samkaupaappið og byrjaðu að spara!
Spíruna- spiran.is. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur október eru frá Better You.
Þátturinn var tekinn upp í Podcast stöðinni.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!