1 Af 6. Sagan Sem Breytti Lífi Mínu.
Að eignast barn er ekki jafn auðvelt fyrir alla. Ég hafði alltaf séð mig fyrir mér sem pabba og mig langaði ekkert meira í lífinu en að fá að verða pabbi. Þegar ég greindist ófrjósamur þá breyttist líf mitt og okkar mikið. Ég þurfti að kynnast sjálfum mér upp á nýtt. Ég gekk í gegnum mjög erfitt tímabil, sem einkenndist af mjög miklum kvíða, þunglyndi og félagsfælni meðal annars. Mér fannst ég vera algjörlega einn í heimi og hafa engan til að tala við sem skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Ég gat ekki talað við neinn sem hafði reynslu af þessu fyrst um sinn og það var mjög erfitt að burðast með þetta einn. Hér segi ég sögu mína og konu minnar. Hvernig þetta hafði áhrif á allt okkar líf og hvernig þessi lífsreynsla hreinlega breytti mér.
Episodes
6 episodes
#6 - Átta Árum Seinna
Það eru átta ár síðan ég greindist. Við erum í dag ótrúlega þakklát fyrir að að vera á þeim stað sem við erum. Lífið hefur kennt okkur mikið á síðustu átta árum. Ég reyni alltaf að muna að fólk er oft að kljást við eitthvað sem ég hef ekk...
•
10:40
#5 - Æðruleysi og Þakklæti
Ferðalagið okkar hélt áfram. Þetta hefur verið mjög mikill skóli sem við höfum gegnið í gegnum. Lífið er upp og lífið er niður. Við minnum okkur reglulega á að lifa með æðruleysi og þakklæti að vopni. Það borgaði sig að gefast ekki upp og...
•
21:39
#4 - Sara Maður Ársins!
Styrkur konu minnar var ótrúlegur á þessum tíma. Ég er og verð henni ævinlega þakklátur fyrir að gefast ekki upp á mér í gegnum okkar erfiðustu tíma. Þetta ár var hún maður ársins ! Takk Sara mín.
•
9:37
#3 - Hver Er Tilgangurinn ?
Greiningin mín hafði gríðaleg áhrif á líf mitt og líf okkar. Ég lagðist í mikla sjálfsvorkunn og einangraði mig mikið. Ég varð félagsfælinn og tókst á við þunglyndi í fyrsta skipti lífs míns. Ég átti mjög erfitt með að vera bjartsýnn um t...
•
19:15