Fylgjan
Fylgjan er hlaðvarp þar sem kynnumst nýjum sjónarhornum á þessum umbreytandi tímum í lífum okkar sem er barnaeignarferlið, en fyrst og fremst er þetta rými til að heyra sögur kvenna sem hafa þegar gengið þessa vegferð.
Hér deilum við, lærum og fræðumst um fæðingar, meðgöngur, móðurhlutverkið, kvennakúltúr, systralag og allt það sem við kemur kvenverunni.
Ronja
Fylgjan
06. Hvað gerist þegar við stígum út fyrir rammann? - Ronja og Kata
•
Season 1
•
Episode 6
Í þessum þætti velta Ronja og Kata fyrir sér samfélagsumræðunni um fæðingar án fagaðila sem hefur blossað upp síðustu vikur. Þær ræða um mæðravernd, hvernig öryggi og áhætta er ekki greipt í stein, hvað gerist þegar kona stígur út fyrir samfélagsrammann og deila sínum persónulegu reynslum af því að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér og fjölskyldum sínum.