
Sara
Sara er 33 ára innanhúsarkitekt með BA-gráðu í innanhúsarkitektúr frá París. Áður en hún hóf feril sinn bjó hún í Frakklandi í fimm ár, þar sem hún sótti sér menntun og innblástur í alþjóðlegu umhverfi. Ferðalög hafa alltaf verið stór hluti af hennar lífi, og hefur hún haft þann heiður að ferðast vítt og breitt um heiminn og kynnast ólíkum menningarheimum.
Lífið hefur fært henni ýmsar áskoranir sem hafa mótað hana. Þær hafa kennt henni að meta það sem hún hefur, vera þakklát og lifa með fullum krafti. Í dag er hún í sambúð, barnlaus og starfar sem innanhúsarkitekt. Hún er ávallt opin fyrir nýjum verkefnum og áskorunum, hvort sem þær tengjast starfi, ferðalögum eða daglegu lífi.