Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
"Von Ráðgjöf - er podcast þar sem við hjónin miðlum persónulegri reynslu í bland við faglega af lífinu bæði í blíðu og stríðu vonandi meira í blíðu. Við nálgumst efnið sem sendiboðar sem boða von frekar en einhverskonar rannsóknarfræðimenn sem hafa grandskoðað öll akademísku ritin. Við störfum bæði i Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Baldur er menntaður Markþjálfi og fyrirtækja markþjálfi og Barbara er með b.ed., gráðu í grunnskólakennarafræðum og Fjölskyldufræðingur Ma-Diplómunám. Samanlagt eiga þau 7/8 börn eftir því hvernig talið er og 2 barnabörn. Útskýrum það nánar í þáttunum. Við vonum að þið hafið gott og gaman af því að hlusta.
Von Ráðgjöf - Lausnin Hlaðvarp
Gildi Taumhalds
•
Von ráðgjöf - Lausnin hlaðvarp
•
Season 3
•
Episode 3
í þessum þætti tölum við aðeins um að hafa stjórn á orðum okkar.
Það sem við segjum getur haft ótrúlega sterk og mikil áhrif á fólk í kringum okkur. Annað hvort slæm eða góð.
Taumhald er þjálfun sem fæst með stöðugri og samviskulegri ástudnun. Við höfum getuna til að skapa góðar jafnt sem slæmar aðstæður með mættinum sem liggur í orðum okkar. Gættu þess því hvaða orð líða af vörum þínum: Framtíð þín veltur á því!